Ítarlegar farþegaupplýsingar (APIS) og ESTA

Strangari öryggis og forskönnunar skoðanir fyrir ferðamenn þýðir að allir sem ætla sér að fljúga til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada þurfa að veita ákveðnar upplýsingar fyrir fram. Eftirfarandi upplýsingar eru leiðarvísir fyrir það hvaða upplýsingar þarf sem hluti af forskönnunar ferlinu. NB. Þegar þú hefur fengið nauðsynlega pappíra (t.d. ESTA samþykki til BNA eða eTA til Kanada), ættir þú að hafa þá með þér á flugvöllinn því það gæti verið krafa í innritun.

Advanced Passenger Information (API/APIS)

Öll flugfélög þurfa lögum samkvæmt að safna Advanced Passenger Information (API/APIS) frá öllum farþegum áður en þeir ferðast. Þegar flogið er til Bretlands eða Kanada er API upplýsingum safnað frá ferðamönnum fyrir innritun.

Fyrir ferðamenn sem ferðast til Bandaríkjanna þarf að afhenda Advanced Passenger Information (APIS) innan vin 72 klukkustundum fyrir brottfarartíma. Auðveldasta leiðin til að skrá Advanced Passenger Information er á netinu hjá flugfélaginu þínu.

Ef þú bókar flug innan 72 klukkustundum frá brottför þarftu að veita þessar upplýsingar sem hluti af bókunarferlinu. Hver sem getur ekki gefið nauðsynlegar upplýsingar mun ekki fá að ferðast og mun ekki fá að fara um borð í flugvélina.

Sem hluti af API/APIS þarftu að veita eftirfarandi upplýsingar:

  • Full nöfn (fyrsta, milli og síðsta nafn) nákvæmlega eins og það sést á vegabréfinu
  • Landið sem þú býrð
  • Fæðingardagur
  • Kyn
  • Vegabréfsnúmer / Útgáfuland
  • Vegabréf rennur út
  • Þjóðerni

Þú munt þurfa að gefa vegabréfaupplýsingarnar við innritun.

Auk þess að þurfa API munu þeir sem ekki búa í Bandaríkjunum og eru ekki með visa þurfa að sækja á netinu um Bandaríska Electronic System for Travel Authorization (ESTA) eða Kanadíska eTA tímanlega. Til að sækja um ESTA farðu á opinbera síðu Bandaríkjanna og sæktu um rafrænt að minnsta kosti 72 klukkustundum fyrir brottför.

Kanada hefur hafið að nota nýja skráningarköfur sem eru kallaðar Electronic Travel Authorization (eTA) fyrir þá útlendinga sem þurfa ekki visa til að ferðast til Kanada í flugi. Þú getur sótt um rafrænt hér.

Ef þú ert með Visa eða ert varanlegur íbúi í Bandaríkjunum með grænt kort (Green Card) þarftu að sýna það við skoðun sem hluti af innritunarferlinu. Allir með samþykkt ESTA/eTA eru með það skráð rafrænt og tengt við vegabréfið. Samst sem áður ættir þú að prenta það út og koma með staðfestinguna með þér til vonar og vara.

 

Auka upplýsingar fyrir ferðamenn í flugi til Bandaríkjanna:

Þegar flogið er bil Bandaríkjanna þarftu einnig að veita eftirfarandi upplýsingar

  • Heimilisfang í Bandaríkjunum fyrstu nóttina þína þar (á ekki við um Bandaríska ríkisborgara eða íbúa)
  • Tilvísunarnúmer (redress number, ef við á). Þetta er tilvísunarnúmerið sem Bandaríska heimavarnarráðuneytið (DHS) gefur ferðamönnum sem áður lentu í vandræðum með að komast inn í Bandaríkin.

NB: Það fer eftir því hver tilgangurinn er og hversu löng ferðin er hvort að visa sé krafist. Sjáðu upplýsingar varðandi ESTA og Visa Waiver Program að neðan.

 

Trúnaðaryfirlýsing

Opinber stefna varðandi trúnað sem gefin er út af TSA er sem hér segir:

Transportation Security Administration (TSA) fer fram á það að þú gefir upp fullt nafn, fæðingardag og kyn til þess að bera saman við skimunarlista, samkvæmt lögum 49 U.S.C. gr. 114, í Intelligence Reform and Terrorism Prevention Act frá 2004 og reflugerð 49 C.F.R hluta 1540 og 1560. Þú þarf einnig að veita Redress Number (tilvísunarnúmer) ef það er hægt. Sé því ekki fylgt að veita fullt nafn, fæðingardag og kyn getur það leitt til þess að bann verði sett við að ferðast eða óheimilt verði að fara í biðsal til að ganga um borð í vél. TSA má deila upplýsingunum sem þú veitir með lögreglu og njónsastofnunum eða öðrum undir útgefnu kerfi um meðferð gagna. Fyrir frekari upplýsingar um TSA og meðferð trúnaðargagna eða til að fara yfir kerfi um meðferð gagna og mat á áhrifum trúnaðar, vinsamlegast farðu þá á síðu TSA á www.tsa.gov.

 

Visa Waiver Program (VWP) og Electronic System Travel Authorisation (ESTA)

Visa Waiver Program (VWP) gerir borgurum landa sem taka þátt mögulgegt að ferðast til Bandaríkjanna án þess að sækja sérstaklega um visa. Síðan 2009 hafa allir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru gjaldgengir í Visa Waiver Program þurft að sækja um Electronic System for Travel Authorisation (ESTA) með góðum fyrirvara áður en áætluð brottför er. Bandarískir ríkisborgarar og þeir sem eru með Visa þurfa ekki að sækja um ESTA.

ESTA umsóknir er hægt að gera á netinu og yfirleitt eru þær samþykktar nokkrum mínútum síðar. Þrátt fyrir það mælir Bandaríska ríkið með því að umsóknir séu gerðar 72 klukkustundum að minnsta kosti fyrir brottför. Umsókn er gegn gjaldi.

Til að fá frekari upplýsingar um ESTA og VWP getur þú skoðað opinbera heimasíðu Bandaríska Heimavarnarráðuneytisins.

Vinsamlegast athugaðu: Þegar þú hefur fengið ESTA eða eTA samþykkt, ættir þú að prenta það út og hafa meðferðis með vegabréfinu þínu. Þú gætir þurft að sýna það við innritun.

 

VWP Skilyrði:

Bandaríska Visa Waiver Program er aðeins hentugt þeim sem ferðast af eftirfarandi ástæðum:

  • Farþegar sem ferðast til að eiga viðskipti, ánægjunnar vegna eða millilendingar eingöngu.
  • Heimsóknin þarf að vera styttri en 90 dagar
  • Ferðamenn þurfa að vera með miða til baka staðfestan eða miða áfram
  • Ferðamenn þurfa að hafa samþykkt ESTA sem þarf að sækja um að minnsta kosti 72 klukkutímum fyrir brottför

 

Ferðir aðra leið

Farþegar sem bóka flug aðra leið til Bandaríkjanna þurfa að sýna fram á eftirfarandi við innritun:

  • Staðfestingu á ferð til baka með öðrum leiðum innan 90 daga frá því komið er til Bandaríkjanna, eða
  • Skjöl sem sýna að þeir hafi visa eða leyfi til að vera í Bandaríkjunum varanlega eða í langa heimsókn.

Ef farþegi getur ekki sýnt fram á þetta getur honum verið bannað að ganga um borð í flug á brottfararstað.

 

Gagnlegir upplýsingabrunnar

Fyrir frekari upplýsingar varðandi ferðir til Bandaríkjanna gætu eftirfarandi hlekkir verið gagnlegir.

Ef þú ert ríkisborgari lands sem tekur þátt í VWP getur þú sótt um ESTA rafrænt hér.

Ef þú ert ekki ríkisborgari lands sem tekur þátt í VWP eða ferðin þín fellur ekki undir skilyrðin þarftu að sækja um Visa. Vinsamlegast hafðu samband við Bandaríska sendiráðið gegnum heimasíðu þeirra fyrir frekari upplýsingar.