We detected that your browser doesn't accept cookies.

Please enable Cookies to use our services.

 

ESTA – Ferðaleyfi: Algengar Spurningar (FAQ)

 

Hvað er ESTA?


ESTA er skammstöfun á Electronic System for Travel Authorization: Það er rafrænt kerfi sem haldið er úti af bandaríska landamæraeftirlitinu og varnarmálaráðuneytinu til að skoða hvern og einn ferðalang sem ætlar að ferðast til Bandaríkjanna í allt að 90 daga undir Visa Waiver Program til að tryggja að þeir séu ekki ógn við öryggi og lög Bandaríkjanna. ESTA var gangsett 1. ágúst 2008 til að auka öryggi við VWP og hefur verið skylda fyrir alla sem ferðast undir Visa Waiver Program síðan 12. janúar 2009.


Hvernig sæki ég um?


Til að geta klárað ESTA umsókn þarft þú að hafa við höndina vegabréf, þau nöfn sem þú gengst við; saga vegabréfsáritana þinna til Bandaríkjanna; nöfn foreldra þinna; fæðingarstaður þinn; kennitala; upplýsingar um hvernig sé hægt að hafa samband við þig; smitsjúkdómasaga þín ef einhver er; upplýsingar um afbrotaferil ef einhver er og kreditkortanúmer.


Hvað gerir ESTA ferðaleyfi?


ESTA ferðaleyfi gerir þér kleyft að ferðast undir Visa Waiver Program, en er ekki sjálfkrafa samþykki fyrir inngöngu í Bandaríkin. Innganga í Bandaríkin veltur á landamæraeftirlitinu og skoðun sem þú gengst undir þar og er ákveðin af tollverði sem eftir að þú gengur frá borði í Bandaríkjunum.


Hverjir geta sótt um ESTA?


Þú getur sótt um ESTA ef þú ert ríkisborgari í landi sem tekur þátt í Visa Waiver Program og ætlar að ferðast til Bandaríkjanna, sjóleiðis eða flugleiðis með viðurkenndum ferðafélögum.

Löndin sem taka þátt í Visa Waiver Program eru: Andorra, Ástralía, Austurríki, Belgía, Brúnei, Síle, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Írland, Ítalía, Japan, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Holland, Nýja Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, San Marínó, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Suður-Kórea, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tævan og Bretland.

Hver og einn þarf að hafa gilt vegabréf og miða sem gildir báðar leiðir og ferðin þarf að enda utan Bandaríkjanna. Allir þurfa að sækja um. Líka börn undir 18 ára aldri og uppfylla allar kröfur sem gerðar eru í Visa Waiver Program.


Þarf ég að sækja um ESTA ef ég er ríkisborgari VWP lands og…?


…er líka með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum??
Nei

…er með tvöfaldan ríkisborgararétt og annan þeirra í Bandaríkjunum?
Nei – Bandarískir ríkisborgarar þurfa að nota Bandarískt vegabréf til að fá inngöngu í Bandaríkin.

…ef ég er innflytjandi í Kanada og er að ferðast landleiðina til Bandaríkjanna?
Nei

…ef ég er innflytjandi í Kanada og er að ferðast flug- eða sjóleiðis til Bandaríkjanna?

…er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum?
Ef þú nýtir þér vegabréf frá VWP landi og nýtir VWP þá Já. Ef þú ferðast með vegabréf frá landi sem er ekki í VWP og með vegabréfsáritun getur þú ekki sótt um ESTA.

…er með gilda vegabréfsáritun þegar ég ferðast?
Nei

…ferðast til bandaríkjanna landleiðina frá Kanada eða Mexíkó með grænt I-94 Kort?
Nei

…ferðast til Bandaríkjanna sjóleiðis eða flugleiðis frá Kanada eða Mexíkó?

…Millilendi einungis í Bandaríkjunum, og dvelst ekki þar?

…er barn undir 18 ára og ferðast undir VWP?

…ferðast stutta ferð til Bandarísku Jómfrúareyjanna eða Púertó Ríkó?
Nei


Hvernær ætti ég að senda inn ESTA umsókn?


Mælt er með því að þú skilir inn umsókn um leið og þú hefur ákveðið að ferðast til Bandaríkjanna með Visa Waiver Program, það er hægt þangað til 72 tímar eru í brottför. Það er ekki nauðsynlegt að bíða þar til ferðaáætlun er tilbúin: Þú þarft ekki nákvæmar upplýsingar um ferðaáætlun og hvar þú gistir í Bandaríkjunnum til að sækja um.
Það hefur engar afleiðingar ef þú sækir um snemma og ESTA ferðaleyfið rennur út á meðan þú ert enn í Bandaríkjunum: Þú getur samt farið aftur heim samkvæmt áætlun.


Býður ESTA upp á hópumsóknir?


Það er auðvelt að senda margar umsóknir í einu: Eftir að hafa fyllt út umsókn skaltu velja að senda nýja umsókn á þakkarsíðunni og fylltu út fyrir næsta umsækjanda.


Get ég leiðrétt villur í ESTA umsókninni minni?


Það er aðeins hægt að leiðrétta sumar villur: Tölvupóstfangið þitt, símanúmerið og ferðaupplýsingar. Ef villan er tengd vegabréfaupplýsingum verður þú að hætta við umsókn og sækja um upp á nýtt. Það er best að vanda til verka þegar þú fyllir út umsóknir.


Hversu lengi gildir ESTA umsókn?


ESTA ferðaleyfi gildir þangað til vegabréfið þitt rennur út eða að tveimur árum liðnum frá deginum sem þú sóttir um. Hvort sem hendir fyrst.


Hvað er ESTA ferðaleyfi er hafnað?


Ef umsókn þinni er hafanð getur þú samt feðast til Bandaríkjanna með venjulegu vegabréfi. Sæktu um í næsta sendiráði Bandaríkjanna eða ræðismanni fyrir frekari upplýsingar.


Gildir ESTA umsókn margar ferðir til og frá Bandaríkjunum?


Gilt ESTA ferðaleyfi getur þú notað eins oft og þú vilt.


Þarf ég að sækja um aftur ef ég fékk ESTA ferðaleyfi áður en farið var að krefjast meiri upplýsinga árið 2014?


Nei; öll opin ESTA ferðaleyfi gilda ennþá. Þú þarft aðeins að gefa auka upplýsingar ef þú sækir um á nýjan leik eftir að núverandi leyfi rennur út.


Hversu langan tíma tekur að svara umsókn?


Yfirleitt fást niðurstöður ESTA nánast umsvifalaust og þú færð tölvupóst sem tjáir þér hver staða þín er á innan við sólarhring. Það gæti samst sem áður hent að það taki um 72 tíma til að fá svar og senda þér það í tölvupósti.


Ef ég gleymi númerinu mínu, hvað geri ég þá?


Sendu okkur bara tölvupóst gegnurm Sannreyna/athuga Stöðu ESTA og við sendum þér ESTA númerið þitt í það tölvupóstfang sem skráð var í umsókninni.


Má ein manneskja sækja um ESTA ferðaleyfi fyrir aðra? Get ég sótt um fyrir vini og ættingja, eða látið þá sækja um fyrir mig?


ESTA leyfir þriðja aðila að sækja um, en sá sem ferðast ber endanlega ábyrgð á sannleika uplýsinganna og að það vanti ekkert af þeim upplýsingum sem krafist er í ESTA umsókn.


Hvaða ESTA gögn á ég að hafa með mér þear ég ferðast til Bandaríkjanna?


Daginn sem þú ætlar að ferðast skaltu prenta út PDF skjalið með ESTA númerinu þínu og hafa það með hinum ferðagögnunum þínum. Þó að landamæraeftirlitið geti séð ESTA rafrænt gæti flugfélagið farið fram á númerið þegar þú skráir þig inn í flug.


Hvenær ætti ég að sækja aftur um ESTA?


Þú ættir að sækja um á nýjan leik ef ESTA ferðaleyfið rennur út og þú vilt ferðast aftur til Bandaríkjanna. Því miður er ekki hægt að endurnýja leyfi beint að svo stöddu. Annars skaltu sækja aftur um nýtt ESTA leyfi ef þú:

  • Bryttir nafni þínu af einhverri ástæðu;
  • Receive a new passport;
  • Þú skiptir um kyn;
  • Þú hefur fengið annan ríkisborgararétt;
  • Þú upplyfir breytingar á högum þínum sem hafa áhrif á ESTA leyfi, hvort sem er hvað lög varðar eða læknisfræðilega.

 

 VWC  

Lönd undanþegin vegabréfsáritun

Andorra
Ungverjalandi
Íslandi
Austurríki
Írlandi
San Marínó
Belgíu
Brúnei
Slóvakíu
Síle
Lettlandi
Slóveníu
Tékklandi
Liechtenstein
Suður Kóreu
Litháen
Eistlandi
Lúxemborg
Möltu
Mónakó
Tævan
Hollandi
Bretlandi
Grikklandi